Viðskipti erlent

Bílarisi lokar þúsund bílasölum

General Motors.
General Motors.

Bílarisinn General Motors hyggst loka 1100 bílasölum víðsvegar um Bandaríkin. Um er að ræða hluta af gríðarlegri endurskipulagningu fyrirtæksins sem hefur farið illa út úr kreppunni.

Alls rekur bílarisinn yfir sex þúsund bílasölur og áætlar að um 2010 þá verði þær orðnar helmingi færri.

Forsvarsmenn fyrirtæksins réttlæta lokanirnar þannig að sölurnar selji ákaflega fáa bíla á ári hverju og því borgi sig ekki að halda sölunum úti.

Bílasalar mótmæla lokunum hinsvegar harðlega og segja að það sé ekki mikill kostnaður við sölurnar, vandi fyrirtæksins sé annarstaðar.

Bandaríska ríkið hefur hlaupið undir bagga fyrir GM. Þeir hafa skipað fyrirtækinu að endurskipuleggja sig og koma reiðu á fyrirrækið fyrir 1. júní. Ef það tekst ekki fyrir þann tíma, þá mun fyrirtækið fara í gjaldþrot.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×