Viðskipti erlent

Hlutabréf hafa rýrnað um 10.000 milljarða í Kaupmannahöfn

Markaðsvirði hlutabréfa í NASDAQ OMX kauphöllinni í Kaupmannahöfn hefur rýrnað um 438 milljarða danskra kr. eða rúmlega 10.000 milljarða kr. á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra.

Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að samanlagt markaðsvirði hlutabréfa í kauphöllinni í lok júní hafi numið 836 milljörðum danskra kr. Til samanburðar var markaðsvirðið 1.274 milljarðar dkr. á sama tímapunkti í fyrra en þetta er rýrnum upp á 34%.

Á fyrstu sex mánuðum ársins námu viðskiptin í kauphöllinni á hverjum degi að meðaltali 3,3 milljörðum dkr. en til samanburðar var meðaltalið 4,9 milljarðar dkr. á sama tímabili í fyrra. Það þýðir að veltan hefur minnkað um 32%. Blaðið segir að þetta sýni að fjárfestar hafi í auknum mæli leitað með fé sitt í skuldabréf og hrávörur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×