Viðskipti erlent

SAS flýgur inn í blóðrautt sólarlag

SAS skilaði lélegu uppgjöri eftir fyrsta ársfjórðung ársins en tap flugfélagsins nam rúmlega hálfum milljarði danskra kr. eða um 11,5 milljörðum kr. Samkvæmt fregnum í norrænum fjölmiðlum í morgun er tapið nokkuð í takt við væntingar sérfræðinga.

Í tilkynningu um uppgjörið segir að síðasta ár hafi reynst SAS mjög erfitt í skauti vegna fjármálakreppunnar og að þessir erfiðleikar haldi áfram á fyrstu mánuðum þessa árs.

„Markaðurinn er áfram algerlega óútreiknanlegur og vafinn á því hvenær efnahagurinn réttir úr kútnum er áfram til staðar," segir m.a. í tilkynningunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×