Danskir og norskir ferðamenn streyma til Svíþjóðar 29. júní 2009 08:54 Danskir og norskir ferðamenn streyma nú yfir til Svíþjóðar sem aldri fyrr. Fjármálakreppan og sögulega veikt gengi sænsku krónunnar eru ástæður þessa. Í frétt um málið í blaðinu Jyllands Posten segir að samkvæmt tölum frá sænsku hagstofunni (SCB) eyða stöðugt fleiri Danir sumarfríum sínum í Svíþjóð. Vinsælast er að dvelja í suðurhluta Svíþjóðar þar sem ferðamannastaðir greina nú frá metumferð fólks frá hinum Norðurlöndunum. Halland, hérað sem liggur að suðurlandamærum Skánar, var með 4.776 þúsund gistinætur danskra ferðamanna á tímabilinu janúar til apríl í ár og er það 107% aukning frá sama tímabili í fyrra. Í borginni Jönköping, sem er sú stærsta í norðurhluta Skánar, voru gistinætur Dana tæplega 23.000 talsins sem er 98% auking miðað við sama tímabil í fyrra. Thomas Brülh, talsmaður Visitsweden segir að fjármálakreppan geri það að verkum að Svíþjóð er orðið svona vinsæll ferðamannastaður hjá Dönum og Norðmönnum. „Sögulega séð ferðast fólk skemmra frá heimilum sínum þegar kreppa ríkir, bæði hvað varðar tíma og vegalengdir," segir Brülh. Þar fyrir utan hefur gengisfall sænsku krónunnar undanfarna mánuði gert það að verkum að mjög hagstætt er fyrir Dani og Norðmenn að heimsækja landið. Sænski ferðamannaiðnaðurinn reiknar með því að sumarið í ár slái öll met hvað fjölda norrænna ferðamanna varðar. Svo framarlega sem sænska krónan haldi núverandi gildi sínu eða veikist ennfrekar. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Danskir og norskir ferðamenn streyma nú yfir til Svíþjóðar sem aldri fyrr. Fjármálakreppan og sögulega veikt gengi sænsku krónunnar eru ástæður þessa. Í frétt um málið í blaðinu Jyllands Posten segir að samkvæmt tölum frá sænsku hagstofunni (SCB) eyða stöðugt fleiri Danir sumarfríum sínum í Svíþjóð. Vinsælast er að dvelja í suðurhluta Svíþjóðar þar sem ferðamannastaðir greina nú frá metumferð fólks frá hinum Norðurlöndunum. Halland, hérað sem liggur að suðurlandamærum Skánar, var með 4.776 þúsund gistinætur danskra ferðamanna á tímabilinu janúar til apríl í ár og er það 107% aukning frá sama tímabili í fyrra. Í borginni Jönköping, sem er sú stærsta í norðurhluta Skánar, voru gistinætur Dana tæplega 23.000 talsins sem er 98% auking miðað við sama tímabil í fyrra. Thomas Brülh, talsmaður Visitsweden segir að fjármálakreppan geri það að verkum að Svíþjóð er orðið svona vinsæll ferðamannastaður hjá Dönum og Norðmönnum. „Sögulega séð ferðast fólk skemmra frá heimilum sínum þegar kreppa ríkir, bæði hvað varðar tíma og vegalengdir," segir Brülh. Þar fyrir utan hefur gengisfall sænsku krónunnar undanfarna mánuði gert það að verkum að mjög hagstætt er fyrir Dani og Norðmenn að heimsækja landið. Sænski ferðamannaiðnaðurinn reiknar með því að sumarið í ár slái öll met hvað fjölda norrænna ferðamanna varðar. Svo framarlega sem sænska krónan haldi núverandi gildi sínu eða veikist ennfrekar.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira