Viðskipti erlent

Tveir turnar standa eftir kreppuna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Framtíð JPMorgan virðist vera björt.
Framtíð JPMorgan virðist vera björt.

Eftir eina verstu fjármálakreppu sem skekið hefur heiminn frá því í kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar er allt útlit fyrir að tveir turnar standi eftir í bandarísku bankakerfi. Umræddir bankar eru JPMorgan Chase og Goldman Sachs.

Í dagblaðinu New York Times er fjallað um málið og minnt á að Goldman Sachs skilaði umtalsverðum hagnaði á öðrum ársfjórðungi. Þá nam hagnaður JPMorgan 2,7 milljörðum dala sem jafngildir um 343 milljörðum íslenskra króna.

„Það versta er afstaðið í fjármálakreppunni. Það verður ennþá bókfært tap víða og það er langt í að lánamarkaðir virki eðlilega, þannig að enn gæti ýmislegt breyst. En JPMorgan Chase og Goldman Sachs standa núna uppi sem sigurvegarar," segir í New York Times, en þó er bent á að Citigroup og Bank of America gætu átt mjög farsæla framtíð.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×