Englandsbanki græddi 190 milljarða á bankabjörgunum 19. maí 2009 09:40 Englandsbanki hagnaðist um tæpan milljarð punda eða um 190 milljarða kr. á síðasta reikningsári bankans sem lauk í lok febrúar s.l. Í frétt um málið á Timesonline segir að bankinn hafi blómstrað á sama tíma og að sumir stærstu bankar landsins hafi farið á hnéin og þurft á björgunaraðgerðum að halda. Hagnaður Englandsbanka nú er fimmfalt meiri en á árinu 2008 og raunar sá mesti í sögu bankans sem nær aftur til ársins 1694. Ríkissjóður Englands hefur notið góðs af þessum mikla hagnaði því í apríl s.l. greiddi bankinn rúmlega 200 milljónir punda í ríkissjóðinn og reiknað er með að sama greiðsla komi á ný í október. Þessi hagnaður er bein afleiðing af björgunar- og stuðningsaðgerðum Englandsbanka við breska bankakerfið frá því á seinnihluta síðasta árs. Bankinn hefur tekið vexti og gjöld af þeim upphæðum sem hann hefur lánað út í bankakerfið. Talsmaður bankans segir að það hafi verið algerlega réttmætt af bankanum að taka gjöld fyrir þá aðstoð og þær lánalínur sem bankinn veitti. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Englandsbanki hagnaðist um tæpan milljarð punda eða um 190 milljarða kr. á síðasta reikningsári bankans sem lauk í lok febrúar s.l. Í frétt um málið á Timesonline segir að bankinn hafi blómstrað á sama tíma og að sumir stærstu bankar landsins hafi farið á hnéin og þurft á björgunaraðgerðum að halda. Hagnaður Englandsbanka nú er fimmfalt meiri en á árinu 2008 og raunar sá mesti í sögu bankans sem nær aftur til ársins 1694. Ríkissjóður Englands hefur notið góðs af þessum mikla hagnaði því í apríl s.l. greiddi bankinn rúmlega 200 milljónir punda í ríkissjóðinn og reiknað er með að sama greiðsla komi á ný í október. Þessi hagnaður er bein afleiðing af björgunar- og stuðningsaðgerðum Englandsbanka við breska bankakerfið frá því á seinnihluta síðasta árs. Bankinn hefur tekið vexti og gjöld af þeim upphæðum sem hann hefur lánað út í bankakerfið. Talsmaður bankans segir að það hafi verið algerlega réttmætt af bankanum að taka gjöld fyrir þá aðstoð og þær lánalínur sem bankinn veitti.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira