Viðskipti erlent

Iceland ætlar að skapa 3.500 ný störf í Bretlandi

Verslunarskeðjan Iceland í Bretlandi ætlar að skapa 3.500 ný störf þar í landi á þessu ári með opnunum á rúmlega 70 nýjum verslunum. Þar af eru 51 fyrrum Woolworths staðir sem breytt verður í Iceland búðir.

 

Íslensk stjórnvöld eiga nú tæp 14% í Iceland en sá hlutur var áður í eigu Baugs. Raunar átti Baugur einnig hlut í Woolworths sem varð gjaldþrota s.l. vetur.

 

Eins og fram hefur komið í fréttum skilaði Iceland mjög góðu uppgjöri á síðasta reikningsári eða um 23 milljarða kr. hagnaði. Malcolm Walker forstjóri Iceland segir að keðjan verði orðin skuldlaus um næstu áramót en á síðasta ári minnkaði Iceland skuldir sínar úr 180 milljónum punda niður í 85 milljónir punda.

 

Í umfjöllun um málið í Financial Times segir að hinn góði árangur Iceland sé einkum tilkominn af tvennu. Annarsvegar er það leit neytenda að sem hagstæðustum kjörum á matvöru og hinsvegar hafi neytendur enduruppgvötvað hve þægilegt sé að kaup frosna vöru og geyma hana.

 

Sem stendur rekur Iceland 663 verslanir undir eigin merki og 45 verslanir undir merkinu Cooltrader.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×