Viðskipti erlent

Keypti Möltufálkann á átta milljarða

Möltufálkinn í allri sinni dýrð.
Möltufálkinn í allri sinni dýrð.

Hin gríska Elena Ambrosiadou hefur keypt Möltufálkann, eina flottustu lúxusnekkju veraldar, á um átta milljarða. Elena, sem er vogunarsjóðssstjóri, vinnur sextán tíma á dag, sjö daga vikunnar samkvæmt Sunday Times og hefur því ekki mikinn tíma til að dvelja á snekkjunni.

Elena keypti Möltufálkann eftir að hafa siglt með fyrrverandi eiganda snekkjunnar, Bandaríkjamanninum Tom Perkins, yfir Atlantshafið og orðið ástfangin eins og hún lýsir því.

Möltufálkinn er 88 metra löng snekkja með þremur gríðarstórum möstrum og tölvustýrðum seglum. Sex svefnherbergi eru í snekkjunni og átta herbergi fyrir áhöfnina sem telur átján manns.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×