Viðskipti erlent

Evran

Mynd/AP
Evran er opinber gjaldmiðill sextán af 27 löndum Evrópusambandsins. Evran er einnig notuð í fimm löndum annaðhvort með eða án sérstakrar heimildar Evrópusambandsins. Þau eru San Marínó, Andorra, Vatikanið, Svartfjallaland, Kósovó og Mónakó.

Alls er evran notuð af um 327 milljónum Evrópubúa á degi hverjum auk þess sem 175 milljónir búa við skilyrði þar sem gjaldmiðill viðkomandi lands er fest við gengi evrunnar.

Sex lönd hafa skuldbundið sig til að taka upp evruna á næstu árum að undangengnum ákveðnum skilyrðum. Þau lönd eru Búlgaría, Tékkland, Ungverjaland, Pólland, Rúmenía og Svíþjóð. Danmörk og Bretland hafa hins vegar valið að taka ekki upp evruna þrátt fyrir að vera í sambandinu.

Fyrir utan evrusvæðið eru 23 lönd sem fest hafa gjaldmiðil sinn við gengi evrunnar. Þar af eru 14 lönd frá Afríku. Í þeim tilfellum er notast áfram við innlendan gjaldmiðil en gengi þess gjaldmiðils ræðst af því hvernig gengi evrunnar þróast. - bþa








Fleiri fréttir

Sjá meira


×