Viðskipti erlent

Fitch Ratings gefur FIH toppeinkun á skuldabréfum sínum

Matsfyrirtækið Fitch Ratings tilkynnti í dag að það hefði gefið FIH bankanum toppeinkunn eða AAA á langtíma skuldabréfaútgáfum bankans. Þar með er FIH bankinn, sem er í eigu íslenska ríkisins, kominn með sömu einkunn og ríkissjóður Danmerkur hvað skuldabréfaútgáfuna varðar.

Í frétt um málið á börsen.dk er um að ræða skuldabréf sem bankinn hefur gefið út í svokölluðu Euro Medium Term Note prógrammi (EMTN). Fitch hefur áður gefið FIH sömu lánshæfiseinkunn á þessum bréfum.

Í tilkynningu frá Fitch segir að að mat fyrirtækisins sé byggt á athugun á löggjöf Danmerkur um fjármálalegan stöðuleika og ríkisábyrgð sem FIH hefur fegnið frá danska ríkinu.

"Fari svo að lánshæfismatið á ríkissjóði Danmerkur verður lækkað mun hið sama gilda um EMTN prófgrammið hjá FIH," segir í tilkynningu frá Fitch.

Eins og fram kom í frétt hér fyrr í morgun er FIH einn af sjö bönkum í Danmörku sem matsfyrirtækið Moody´s hefur nú til athugunar með neikvæðum horfum. Það er hætta er á að Moody´s lækki sitt lánshæfismat á bankanum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×