Viðskipti erlent

Hlutir í Alcoa hækkuðu um tæp 8% á Wall Street

Hlutir í bandaríska álrisanum Alcoa hækkuðu um 7,9% á Wall Street í gærdag eftir að greiningardeild Morgan Stanley uppfærði verðmat sitt á hlutunum. Alcoa er sem kunnugt er móðurfélag Fjarðaráls austur á fjörðum.

Í frétt á Bloomberg fréttaveitunni um málið segir að á bakvið uppfærslu Morgan Stanley eru væntingar um að heimsmarkaðsverð á áli muni halda áfram að hækka eins og verið hefur nær stanslaust á seinni helmingi ársins.

Sem stendur er álverðið í 2.268 dollurum á tonnið á markaðinum í London miðað við þriggja mánaða framvirka samninga er er það hæsta verð ársins. Leita þarf aftur til sumarsins í fyrra til að finna sambærilegt verð.

Mark Liinamaa hjá Morgan Stanley segir að hlutir í Alcoa hafi hækkað í takt við verðhækkanirnar á álinu en að greining Morgan Stanley telji að frekari hækkanir á áli séu í pípunum á næsta ári eftir því sem efnahagsbatinn í heiminum tekur betur við sér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×