Viðskipti erlent

S&P segir horfur í Bretlandi neikvæðar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
S&P segir horfur í bresku efnahagslífi vera neikvæðar. Mynd/ AFP.
S&P segir horfur í bresku efnahagslífi vera neikvæðar. Mynd/ AFP.
Breska ríkið er nálægt því að tapa AAA lánshæfismati sínu eftir að Standard & Poors breytti horfum í bresku efnahagslífi úr stöðugum í neikvæðar. Ástæðan er verri staða ríkisfjármála en jafnframt pólitískur óstöðugleiki og óeining um það hvernig eigi að bregðast við í ríkisfjármálum.

S&P segir að þrátt fyrir að horfum hafi verið breytt í neikvæðar þýði það ekki nauðsynlega að breytingar verði á lánshæfismati en líkurnar á að það gerist aukast hins vegar.

Á vef Telegraph kemur fram að ef lánshæfismatið yrði lækkað myndi það hafa neikvæð áhrif á hagkerfið. Kostnaður við lánstöku ríkissjóðs myndi aukast og það myndi leiða til hærri skatta og stýrivaxta í Bretlandi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×