Ferilskrár umsækjenda reyndust gallaðar í 94% tilvika 9. maí 2009 10:50 Sérfræðingar hafa komist að því að 94% þeirra sem sækja um störf eiga á hættu að fá ekki starfið vegna fingurbrjóta í ferilskrám(CV) sínum. Hér er um að ræða atriði eins og ranga stafsetningu, lélegt málfar og uppsetningu á skránum. Fjallað er um málið á ananova.com og þar segir að dæmi séu um að í ferilskrá hafi staðið setningar eins og ..."meðal áhugamála minna er að matreiða hunda". Í öðru tilviki er greint frá tilraun til að ganga í augun á atvinnurekandanum með því að segja í ferilskránni: „Ég bar ábyrgð á óánægðum viðskiptavinum." Bent er á að ef aðeins einn staf vanti í orð geti slíkt komið illa út. Þessa setningu er ekki hægt að þýða með góðu móti en einn skrifaði í ferilskrá sína: "I am a pubic relations officer." Alls voru 450 ferilskrár kannaðar og í ljós kom að 81% þeirra innihéldu stafsetningar og málfarsvillur og nærri helmingur þeirra var illa upp settur. Aðeins 6% voru lausar við villur. Könnunin var gerð af ráðgjöfum hjá Personal Career Management. Corinne Mills forstjóri Personal Career Management segir að fjöldinn allur af ferilskrám lenti beint í ruslafötunni því þær eru ekki rétt úr garði gerðar. „Hver vill ráða starfskraft sem getur ekki einu sinni gengið rétt frá ferilskrá sinni," segir Mills. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sérfræðingar hafa komist að því að 94% þeirra sem sækja um störf eiga á hættu að fá ekki starfið vegna fingurbrjóta í ferilskrám(CV) sínum. Hér er um að ræða atriði eins og ranga stafsetningu, lélegt málfar og uppsetningu á skránum. Fjallað er um málið á ananova.com og þar segir að dæmi séu um að í ferilskrá hafi staðið setningar eins og ..."meðal áhugamála minna er að matreiða hunda". Í öðru tilviki er greint frá tilraun til að ganga í augun á atvinnurekandanum með því að segja í ferilskránni: „Ég bar ábyrgð á óánægðum viðskiptavinum." Bent er á að ef aðeins einn staf vanti í orð geti slíkt komið illa út. Þessa setningu er ekki hægt að þýða með góðu móti en einn skrifaði í ferilskrá sína: "I am a pubic relations officer." Alls voru 450 ferilskrár kannaðar og í ljós kom að 81% þeirra innihéldu stafsetningar og málfarsvillur og nærri helmingur þeirra var illa upp settur. Aðeins 6% voru lausar við villur. Könnunin var gerð af ráðgjöfum hjá Personal Career Management. Corinne Mills forstjóri Personal Career Management segir að fjöldinn allur af ferilskrám lenti beint í ruslafötunni því þær eru ekki rétt úr garði gerðar. „Hver vill ráða starfskraft sem getur ekki einu sinni gengið rétt frá ferilskrá sinni," segir Mills.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira