Formúla 1

Rosberg ráðinn til Mercedes

Nico Rosberg frá Þýsklandi var staðfestur sem ökumaður Mercedes liðsins þýska í dag. Það er í raun meistaralið Brawn frá þessu ári, sem Mercedes keypti.

Rosberg ók áður með Williams liðinu, en ákvað að söðla um eftir fjögur ár hjá Frank Williams og félögum. Umræða er um að Michael Schumacher verði annar ökumaður liðsins og geri árs samning við Mercedes, en einnig hefur Mercedes verið í viðræðum við Nick Heidfeld.

Jenson Button ákvað að skrifa ekki undir hjá liðinu sem Ross Brawn stjórnar fyrir Mercedes og gekk til liðs við McLaren á dögunum, sem kom mörgum á óvart.

Líkur eru á því að 26 ökumenn og 13 keppnislið verði á ráslínunni á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×