Viðskipti erlent

SAAB úr sögunni

Bandaríski bílarisinn General Motors hefur tekið ákvörðun um að leggja niður dótturfélagið SAAB, stolt sænskrar bílaframleiðslu til 60 ára. Viðræður um að selja fyrirtækið til hollensks lúxusbílaframleiðanda fóru út um þúfur í dag og því hefur verið ákveðið að leggja SAAB niður á næstunni.

Fyrirtækið mun starfa áfram um skeið til þess að mæta pöntunum og virða ábyrgðarskilmála áður en verksmiðjum verður lokað fyrir fullt og allt.

Um 3400 manns vinna hjá SAAB en höfuðstöðvar þess eru í Trollhattan í Svíþjóð. GM hefur rekið SAAB með tapi samfleytt í tvo áratugi og tapaði fyrirtækið um 340 milljón bandaríkjadölum á árinu 2008.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×