Alþjóðabankinn: Lausn á kreppunni ekki handan við hornið 6. júlí 2009 12:30 Lausn á efnahagskreppunni er ekki handan við hornið. Þetta eru skilaboð bankastjóra Alþjóðabankans til leiðtoga helstu iðnríkja heims sem nú eru komnir saman til fundar á Ítalíu. Í bréfi sem Robert Zoellick bandastjóri Alþjóðabankans sendi leiðtogunum segir að inngrip seðlabanka og ríkisstjórna virðist hafa stöðvað hrapið í hagkerfum heimsins með því að styrkja fjármálamarkaði og auka eftirspurn. Zoellick segir að engu að síður verði árið 2009 hættulegt ár og að alls sé óvíst um hagvöxt á næsta ári. Hann segir að hann geri sér grein fyrir því að sum hinna þróaðri iðnríkja geri því nú skóna að dæmið sé að snúast við. Því fari hinsvegar fjarri að svo sé um þróunarlöndin sem enn eigi eftir að þola miklar þjáningar. Alþjóðabankinn áætlar að landsframleiðsla í þróunarlöndunum að Kína og Indlandi frátöldum muni minnka um 1.6 prósent. Zoellick segir í bréfi sínu að eins prósents samdráttur í landsframleiðslu geti fest allt að tuttugu milljónir manna í sárri fátækt. Iðnríkin megi því ekki gleyma þróunarlöndunum þótt þröngt sé fyrir dyrum heimafyrir. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Lausn á efnahagskreppunni er ekki handan við hornið. Þetta eru skilaboð bankastjóra Alþjóðabankans til leiðtoga helstu iðnríkja heims sem nú eru komnir saman til fundar á Ítalíu. Í bréfi sem Robert Zoellick bandastjóri Alþjóðabankans sendi leiðtogunum segir að inngrip seðlabanka og ríkisstjórna virðist hafa stöðvað hrapið í hagkerfum heimsins með því að styrkja fjármálamarkaði og auka eftirspurn. Zoellick segir að engu að síður verði árið 2009 hættulegt ár og að alls sé óvíst um hagvöxt á næsta ári. Hann segir að hann geri sér grein fyrir því að sum hinna þróaðri iðnríkja geri því nú skóna að dæmið sé að snúast við. Því fari hinsvegar fjarri að svo sé um þróunarlöndin sem enn eigi eftir að þola miklar þjáningar. Alþjóðabankinn áætlar að landsframleiðsla í þróunarlöndunum að Kína og Indlandi frátöldum muni minnka um 1.6 prósent. Zoellick segir í bréfi sínu að eins prósents samdráttur í landsframleiðslu geti fest allt að tuttugu milljónir manna í sárri fátækt. Iðnríkin megi því ekki gleyma þróunarlöndunum þótt þröngt sé fyrir dyrum heimafyrir.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira