Búist við átakafundi hjá Rio Tinto í dag 15. apríl 2009 10:17 Aðalfundur Rio Tinto verður haldinn í dag og er búist við að stjórn Rio verði gagnrýnd harðlega af hluthöfum vegna áforma sinna um fjármögnun félagsins. Rio Tinto er eigandi álversins í Straumsvík. Eins og fram hefur komið í fréttum vill stjórn Rio Tinto ganga til samninga við kínverska námufélagið Chinalco. Er ætlunin að Chinalco kominn inn í Rio með tæplega 14 milljarða dollara, um 1.800 milljarða kr., í formi kaupa á hlutabréfum og eignum Rio. Hlutabréfakaupin munu hafa í för með sér hlutafjáraukningu sem aftur veldur því að hlutir núverandi hluthafa munu lækka í verði. Og þetta eru margir þeirra síður en svo sáttir við. Rio Tinto er í miklum fjárhagsvandræðum sökum kaupa sinna á Alcan fyrir tveimur árum en kaupverðið var 26 milljarðar dollara. Með kaupunum komst álverið í Straumsvík í eigu Rio Tinto. Blaðið Daily Mail segir í frétt um aðalfundinn að hluthafar í Rio muni nota fundinn til að blása út gegn stjórninni og láta reiði sína í ljós. Tillaga um að Dick Evans einn af forstjórum Rio Tinto fái milljón dollara bónus fyrir kaupin á Alcan er ekki talin bæta andrúmsloftið á fundinum. Einnig er líklegt að stjórn Rio Tinto verði „grilluð" vegna þess að yfirtökutilboði BHP Billiton upp á tæpa 100 milljarða kr. var ekki tekið á síðasta ári. Þar sem Rio Tinto er skráð bæði í London og Ástralíu munu niðurstöður af atkvæðagreiðslum á fundinum í dag ekki verða opinberar fyrr en sambærilegur fundur hefur verið haldinn í Ástralíu á mánudaginn kemur. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Aðalfundur Rio Tinto verður haldinn í dag og er búist við að stjórn Rio verði gagnrýnd harðlega af hluthöfum vegna áforma sinna um fjármögnun félagsins. Rio Tinto er eigandi álversins í Straumsvík. Eins og fram hefur komið í fréttum vill stjórn Rio Tinto ganga til samninga við kínverska námufélagið Chinalco. Er ætlunin að Chinalco kominn inn í Rio með tæplega 14 milljarða dollara, um 1.800 milljarða kr., í formi kaupa á hlutabréfum og eignum Rio. Hlutabréfakaupin munu hafa í för með sér hlutafjáraukningu sem aftur veldur því að hlutir núverandi hluthafa munu lækka í verði. Og þetta eru margir þeirra síður en svo sáttir við. Rio Tinto er í miklum fjárhagsvandræðum sökum kaupa sinna á Alcan fyrir tveimur árum en kaupverðið var 26 milljarðar dollara. Með kaupunum komst álverið í Straumsvík í eigu Rio Tinto. Blaðið Daily Mail segir í frétt um aðalfundinn að hluthafar í Rio muni nota fundinn til að blása út gegn stjórninni og láta reiði sína í ljós. Tillaga um að Dick Evans einn af forstjórum Rio Tinto fái milljón dollara bónus fyrir kaupin á Alcan er ekki talin bæta andrúmsloftið á fundinum. Einnig er líklegt að stjórn Rio Tinto verði „grilluð" vegna þess að yfirtökutilboði BHP Billiton upp á tæpa 100 milljarða kr. var ekki tekið á síðasta ári. Þar sem Rio Tinto er skráð bæði í London og Ástralíu munu niðurstöður af atkvæðagreiðslum á fundinum í dag ekki verða opinberar fyrr en sambærilegur fundur hefur verið haldinn í Ástralíu á mánudaginn kemur.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira