Gjaldþrot á hverjum degi í viku Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 5. júlí 2009 14:02 Wall Street. 52 bankar í Bandaríkjunum hafa orðið gjaldþrota á árinu en sjö bankar lýstu sig gjaldþrota í síðustu viku. Þetta eru meir en helmingi fleiri bankagjaldþrot vestanhafs í ár en á öllu síðasta ári.Hér er um að ræða litla og meðalstóra héraðsbanka í Bandaríkjunum. Af þeim sjö sem urðu gjaldþrota í síðustu viku voru sex í Illinois og einn í Texas. Langflest hafa gjaldþrotin hinsvegar orðið í Kaliforníu en það ríki glímir nú við alvarlegan fjárhagsvanda.Í frétt um málið á CNN segir að samkvæmt upplýsingum frá tryggingarsjóði innistæðueigenda í Bandaríkjunum (FDIC) hafi gjaldþrotin í ár kostað sjóðinn 12,3 milljarða dollara, eða rúmlega 1.500 milljarða kr. Á öllu síðasta ári þurfti bandaríski tryggingarsjóðurinn að greiða 17,6 milljarða dollara vegna bankagjaldþrota en sjóðurinn tryggir allar innistæður upp að 250.000 dollurum. Sú upphæð var hækkuð úr 100.000 dollurum í fyrra.Þessir héraðsbankar hafa orðið illa úti í fjármálakreppunni þar sem fasteignaverð hefur hrapað og atvinnuleysi aukist sem gerir almenning illa í stakk búinn til að standa við afborganir og vexti af lánum sínum. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
52 bankar í Bandaríkjunum hafa orðið gjaldþrota á árinu en sjö bankar lýstu sig gjaldþrota í síðustu viku. Þetta eru meir en helmingi fleiri bankagjaldþrot vestanhafs í ár en á öllu síðasta ári.Hér er um að ræða litla og meðalstóra héraðsbanka í Bandaríkjunum. Af þeim sjö sem urðu gjaldþrota í síðustu viku voru sex í Illinois og einn í Texas. Langflest hafa gjaldþrotin hinsvegar orðið í Kaliforníu en það ríki glímir nú við alvarlegan fjárhagsvanda.Í frétt um málið á CNN segir að samkvæmt upplýsingum frá tryggingarsjóði innistæðueigenda í Bandaríkjunum (FDIC) hafi gjaldþrotin í ár kostað sjóðinn 12,3 milljarða dollara, eða rúmlega 1.500 milljarða kr. Á öllu síðasta ári þurfti bandaríski tryggingarsjóðurinn að greiða 17,6 milljarða dollara vegna bankagjaldþrota en sjóðurinn tryggir allar innistæður upp að 250.000 dollurum. Sú upphæð var hækkuð úr 100.000 dollurum í fyrra.Þessir héraðsbankar hafa orðið illa úti í fjármálakreppunni þar sem fasteignaverð hefur hrapað og atvinnuleysi aukist sem gerir almenning illa í stakk búinn til að standa við afborganir og vexti af lánum sínum.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira