Viðskipti erlent

Afskriftir lána námu 13,4 milljörðum punda

Forsvarsmenn breska bankans, Lloyds TSB sem tapaði fjórum milljörðum punda á fyrstu sex mánuðum ársins, segja að afskriftum vegna lána sem fallið hafa í vanskil muni snarfækka á næstu mánuðum. Bankinn afskrifaði lán fyrir 13,4 milljarða punda á tímabilinu sem er met þar í landi.

Sérfræðingar höfðu spáð því að afskritir bankans, að mestu leyti vegna fyrirtækjalána og fasteignalána til einstaklinga, myndu nema 11,3 milljörðum punda.

Afskriftirnar voru því 18,6% meiri en spár höfðu gert ráð fyrir.

Breska ríkisstjórnin bjargaði bankanum frá gjaldþroti í september síðastliðnum með því að leggja bankanum til 17 milljarða punda.

Um 80% af afskriftum lána Lloyds á þessu hálfa ári má rekja til yfirtöku bankans á HBOS í september.

Fyrr í sumar fjallaði Vísir um fjöldauppsagnir hjá Lloyds bankanum sem sjá má hér að neðan.




Tengdar fréttir

Gríðarlegt tap hjá Lloyds

Breski bankinn Lloyds, sem er að hluta í eigu breska ríkisins, tapaði fjórum milljörðum punda á fyrstu sex mánuðum ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×