Viðskipti erlent

Ókeypis viagra handa atvinnulausum

Bandaríski lyfjarisinn Pfizer ætlar að leggja sitt af mörkum til að lina þjáningar fólk í fjármálakreppunni. Pfizer ætlar að dreifa 70 ólíkum lyfjum, þar á meðal viagra, til þeirra sem eru atvinnulausir í Bandaríkjunum.

Samkvæmt frétt um málið í USA Today eru þó nokkur skilyrði sem fólk þarf að uppfylla til að fá lyfin sér að kostnaðarlausu. Eitt er að viðkomandi sé án heilbrigðistrygginga og annað að viðkomandi þarf að hafa verið atvinnulaus a.m.k. síðan í janúar.

Þeir sem uppfylla skilyrðin geta sótt um lyfin og geta fengið þau í allt að eitt ár, eða þar til þeim batnar.

Tilboð Pfizer gildir frá 1. júlí og fram til áramóta.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×