Viðskipti erlent

Mesti samdráttur hjá OECD ríkjum í nær 50 ár

Verg landsframleiðsla hjá OECD ríkjum dróst að jafnaði saman um rúm tvö prósent á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Svo mikill hefur samdrátturinn ekki verið síðan Efnahags- og framfarastofnunin hóf skráningu 1960.

Í tilkynningu frá stofnuninni segir að þetta sé í beinu framhaldi af tveggja prósenta samdrætti á síðasta ársfjórðungi síðasta árs. Samdrátturinn á fyrsta ársfjórðungi ársins var eitt komma sex prósent í Bandaríkjunum, fjögur prósent í Japan og hátt í fjögur prósent í Þýskalandi.

Þegar horft er til sjö stærstu ríkja innan sambandsins var það aðeins í Frakklandi sem samdrátturinn var minni nú en á síðustu mánuðum 2008. Nú mælist hann eitt komma tvö prósent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×