Viðskipti erlent

Bankagjaldþrot í Bandaríkjunum orðin 115 talsins í ár

Bankagjaldþrot í Bandaríkjunum eru orðin 115 talsins í ár og um helgina óskaði bandaríski stórbankinn CIT Group eftir greiðslustöðvun. Reiknað er með að fjárhagsvandamál bankans muni kosta bandaríska skattgreiðendur 2,5 milljarða dollara eða um 320 milljarða kr.

Á föstudaginn var urðu 9 bankar gjaldþrota í Bandaríjunum og var dagurinn sá versti hvað þetta varðar frá því að Lehman Brothers féll í september á síðasta ári. Fjöldinn í ár er sá mesti síðan árið 1992 þegar 181 bankar urðu gjaldþrota í Bandaríkjunum.

CIT Group er sá stærsti af bönkunum sem hafa fallið frá því að Lehman Brothers komst í þrot. CIT sérhæfði sig í lánum til smærri fyrirtækja. Fyrrgreindir 2,5 milljarðar dollara voru ríkisaðstoð sem CIT fékk fyrr í ár.

Samkvæmt frétt á Reuters stendur endurskipulagning CIT Group fyrir dyrum og hafa kröfuhafar bankans þegar samþykkt hana.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×