Viðskipti erlent

Obama leggur bankamönnum línurnar

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur lagt að stærstu bönkum landsins að þeir auki lán sín til lítilla og meðalstórra fyrirtækja til þess að örva atvinnulífið. Obama hitti bankaforkólfana á óformlegum fundi í gær og þar benti forsetinn á að bankarnir hefðu fengið gríðarlega aðstoð frá ríkinu síðustu misserin og að nú væri komið að skuldadögum.

Bankarnir ættu því að launa Bandaríkjunum greiðan með því að styðja með ráð og dáð við atvinnulífið. Einnig beindi forsetinn varnaðarorðum að lobbýistum bankanna og sagði að þeir ættu ekki að beita sér gegn því að settar yrðu strangari reglur um fjármálalífið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×