Viðskipti erlent

Rio Tinto selur eignir til að létta á skuldum

Námurisinn Rio Tinto, sem m.a. rekur álverið í Straumsvík, hefur selt pökkunarfyrirtækið Food Americas til Bemis fyrir 1,2 milljarð dollara eða um 152 milljarða kr.

Í frétt um málið á BBC segir að salan sé til að létta á skuldum Rio Tinto en þær nema 38 milljörðum dollara og mynduðust þegar Rio Tinto yfirtók kanadíska álfélagið Alcan árið 2007.

Rio Tintio hefur þegar aflað sér rúmlega 15 milljarða dollara með hlutafjáraukningu sem lauk í síðustu viku.

Guy Elliot fjármálastjóri Rio Tinto segir að salan á Food Americas, sem var hluti af Alcan, sé aðeins fyrsta mikilvæga skrefið í eignasölu úr því eignasafni sem fylgdi með Alcan árið 2007.

Food Americas rekur nú 23 matvælapökkunarverksmiðjur í sex löndum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×