Viðskipti erlent

American Express segir 4.000 manns upp

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Bandaríska kreditkortafyrirtækið American Express sér fram á að þurfa að fækka starfsfólki sínu um 4.000 manns sem eru sex prósent allra sem þar starfa. Fyrirtækið hefur átt í rekstrarerfiðleikum eins og mörg önnur fjármálafyrirtæki vestra og þarf nú með einhverjum ráðum að spara 800 milljónir dollara á árinu. Ekki er lengra síðan en í október að fyrirtækið sagði upp 7.000 manns og drógust tekjur þess saman um 56 prósent á fyrsta fjórðungi þessa árs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×