Viðskipti erlent

Nordea fékk Fionia Bank, Föroya Banki leitar annara kaupa

Það var Nordea sem fékk Fionia Bank í sinn hlut en meðal þeirra sem buðu í bankann var Föroya Banki. Færeyingarnir hafa þó ekki gefist upp og halda áfram að leita eftir öðrum bankakaupum í Danmörku.

Samkvæmt frétt um málið í Business.dk er talið líklegt að Föroya Banki bjóði í annað hvort Lökken Sparekasse eða EBH Bank en báðir þessir bankar eru nú í eigu danskra stjórnvalda eftir að hafa farið í þrot í ár eins og Fionia Bank.

Í tilkynningu fram Föroya Banki í morgun kemur fram að bankinn sé stöðugt í leit að tækifærum til að auka við starfsemi sína í Danmörku. „Við höfum skilað góðum hagnaði árum saman og höfum fjárhagslegan styrk til þess að nýta okkur að fullu þau tækifæri sem nú bjóðast innan danska bankageirans," segir í tilkynningunni.

Nordea kaupir Fionia Bank á um 900 milljónir danskra kr., eða tæplega 22 milljarða kr. Með í kaupunum fylgja 29 útibú og 400 starfsmenn bankans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×