Viðskipti erlent

Enn mikið tap hjá norska olíusjóðnum

Norski olíusjóðurinn tapaði 66 milljörðum norskra kr. á fyrsta ársfjórðungi ársins eða sem nemur rúmlega 1.300 milljörðum kr. Góðu fréttirnar eru að sjóðurinn er aftur byrjaður að hagnast á hlutabréfakaupum sínum.

Í frétt um málið á vefsíðunni e24.no segir að megnið af tapi sjóðsins sé vegna þess að hlutabréf féllu töluvert í verði á tímabilinu en sú þróun sé að snúast við á síðustu vikum. Sem stendur á sjóðurinn 1,58% af öllum skráðum hlutabréfum á mörkuðum í Evrópu.

Hin sterka norska króna gerir það að verkum að eignir sjóðsins í erlendum myntum hafa rýrnað. Þannig voru eignir sjóðsins metnar á 2.275 milljarða norskra kr. við síðustu áramót en vegna styrkingar á norsku krónunni, gagnvart öðrum myntum síðan þá, eru eignirnar nú metnar á 2.076 milljarða norskra kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×