Viðskipti erlent

Töluvert tap hjá Eik Banki

Tap af rekstri Eik banki í Færeyjum nemur rúmlega 69 milljónum danskra kr. eða tæplega 1,7 milljarði kr. eftir skatta á fyrstu sex mánuðum þessa ár. Á sama tímabili í fyrra var tapið rúmar 9 milljónir danskra kr.

Í uppgjöri bankans kemur m.a. fram að afskriftir á lánum séu höfuðástæðan fyrir tapinu á rekstrinum en þær námu 203 milljónum danskra kr. Einnig lækkuðu vaxtatekjur bankans nokkuð á milli ára eða úr 279 milljónum danskra kr. og niður í 246 milljónir.

Væntingar bankans fyrir árið í heild eru nettótap upp á 25 til 75 milljónir danskra kr.

Marner Jacobsen forstjóri Eik banki er þó bjartsýnn á framtíð bankans og segir að hann verði rekinn með hagnaði á næsta ári.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×