Englandsbanki lækkar stýrivexti 10. apríl 2008 11:14 Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, ásamt Gordon Brown, forsætisráðherra. Mynd/AFP Englandsbanki lækkaði stýrivexti um 25 punkta í dag og standa vextir nú í 5,0 prósentum. Bankastjórnin hefur verið undir miklum þrýstingi að koma til móts við fjárfesta og atvinnulífið með lækkun vaxta. Þá er sömuleiðis horft til þess að blása lífi í einkaneyslu sem hefur dregist saman samhliða verðlækkunum á fasteignamarkaði. Vaxtaákvörðunin er í samræmi við spá Bloomberg-fréttaveitunnar en 52 af 61 fjármálasérfræðingi töldu líkur á að vextir yrðu lækkaðir. Aðrir töldu að þeim yrði haldið óbreyttum. Bloomberg segir ljóst að bankastjórnin hafi ákveðið að horfa framhjá verðbólguvæntingum tímabundið í ljósi aðstæðna á mörkuðum. Þetta er svipað viðhorf og hjá bandaríska seðlabankanum sem hefur lækkað stýrivexti ört frá haustdögum í fyrra. Breski seðlabankinn segir aðstæður á fjármálamörkuðum hafa versnað og séu erfiðir tímar framundan á lánsfjármörkuðum. Gangi hins vegar spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um 1,6 prósenta hagvöxt á árinu eftir muni það geta haldið verðbólgu niðri. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Englandsbanki lækkaði stýrivexti um 25 punkta í dag og standa vextir nú í 5,0 prósentum. Bankastjórnin hefur verið undir miklum þrýstingi að koma til móts við fjárfesta og atvinnulífið með lækkun vaxta. Þá er sömuleiðis horft til þess að blása lífi í einkaneyslu sem hefur dregist saman samhliða verðlækkunum á fasteignamarkaði. Vaxtaákvörðunin er í samræmi við spá Bloomberg-fréttaveitunnar en 52 af 61 fjármálasérfræðingi töldu líkur á að vextir yrðu lækkaðir. Aðrir töldu að þeim yrði haldið óbreyttum. Bloomberg segir ljóst að bankastjórnin hafi ákveðið að horfa framhjá verðbólguvæntingum tímabundið í ljósi aðstæðna á mörkuðum. Þetta er svipað viðhorf og hjá bandaríska seðlabankanum sem hefur lækkað stýrivexti ört frá haustdögum í fyrra. Breski seðlabankinn segir aðstæður á fjármálamörkuðum hafa versnað og séu erfiðir tímar framundan á lánsfjármörkuðum. Gangi hins vegar spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um 1,6 prósenta hagvöxt á árinu eftir muni það geta haldið verðbólgu niðri.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira