Markaðurinn dregur andann eftir mikla hækkun 26. mars 2008 09:12 Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings. Gengi hlutabréfa í félaginu hefur lækkað lítillega í sænsku kauphöllinni eftir mikla hækkun síðustu daga. Mynd/Vilhelm Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hafa lækkað um 0,41 prósent frá upphafi dags. Þetta er í samræmi við þróunina á helstu hlutabréfamörkuðum á meginlandi Evrópu og Norðurlöndunum eftir mikla hækkun síðan fyrir páska. Gengi bréfa í bankanum hefur hækkað um rúm tuttugu prósent síðan fyrir páska ef litið er til lægsta gildis þá og hæsta gildis nú. Mikil viðskipti voru með bréf Kaupþings í gær, bæði hér og í Svíþjóð, en gengi bréfa í bankanum hækkaði um tæp tíu prósent. Sænski bankinn SEB Enskilda var umsvifamikill kaupandi í gær og var talið að bæði bankinn hafi séð sér hag í kaupum á bréfunum auk þess sem skortsalar hafi verið að loka stöðum sínum og kaupa þau. Vísitölur á Norðurlöndunum hafa lækkað lítillega og hækkað það sem af er dags. OMX-30 hlutabréfavísitalan í Svíþjóð hefur lækkað um 0,16 prósent, OMX-25 vísitalan í Finnlandi um 0,25 prósent en C-20 vísitalan í Danmörku hækkað lítillega, eða um 0,04 prósent. Þá hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkað um 0,2 prósent, Cac-40 vísitalan í Frakklandi hefur lækkað um 0,07 prósent á meðan Dax vísitalan í Þýskalandi hefur hækkað um 0,12 prósent. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 0,3 prósent við lokun markaða þar í landi í morgun. Viðskipti hefjast í Kauphöllinni hér eftir rúman hálftíma. Vísitalan hækkaði um 6,16 prósent í gær og hefur aldrei hækkað jafn mikið á einum degi. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hafa lækkað um 0,41 prósent frá upphafi dags. Þetta er í samræmi við þróunina á helstu hlutabréfamörkuðum á meginlandi Evrópu og Norðurlöndunum eftir mikla hækkun síðan fyrir páska. Gengi bréfa í bankanum hefur hækkað um rúm tuttugu prósent síðan fyrir páska ef litið er til lægsta gildis þá og hæsta gildis nú. Mikil viðskipti voru með bréf Kaupþings í gær, bæði hér og í Svíþjóð, en gengi bréfa í bankanum hækkaði um tæp tíu prósent. Sænski bankinn SEB Enskilda var umsvifamikill kaupandi í gær og var talið að bæði bankinn hafi séð sér hag í kaupum á bréfunum auk þess sem skortsalar hafi verið að loka stöðum sínum og kaupa þau. Vísitölur á Norðurlöndunum hafa lækkað lítillega og hækkað það sem af er dags. OMX-30 hlutabréfavísitalan í Svíþjóð hefur lækkað um 0,16 prósent, OMX-25 vísitalan í Finnlandi um 0,25 prósent en C-20 vísitalan í Danmörku hækkað lítillega, eða um 0,04 prósent. Þá hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkað um 0,2 prósent, Cac-40 vísitalan í Frakklandi hefur lækkað um 0,07 prósent á meðan Dax vísitalan í Þýskalandi hefur hækkað um 0,12 prósent. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um 0,3 prósent við lokun markaða þar í landi í morgun. Viðskipti hefjast í Kauphöllinni hér eftir rúman hálftíma. Vísitalan hækkaði um 6,16 prósent í gær og hefur aldrei hækkað jafn mikið á einum degi.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira