Óánægja með stýrivaxtaákvörðun á evrusvæðinu 7. febrúar 2008 13:36 Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri evrópska seðlabankans. Mynd/AFP Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Þrýst hefur verið á bankann að hann fylgi fordæmi bandaríska og breska seðlabankans og færi vextina niður, svo sem til að lækka gengi evru gagnvart helstu gjaldmiðlum og blása þannig lífi í útflutning frá evrusvæðinu. Nokkrir markaðsaðilar hafa horft til þess að evrópski seðlabankinn myndi koma til móts við erfiðar markaðsaðstæður og lækka vextina. Íslenskir markaðsaðilar eru þar á meðal en hugsanlegt þykir að Seðlabanki Íslands horfi til aðgerða kollega síns á evrusvæðinu. Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri, sem flytur rökstuðning bankastjórnarinnar fyrir ákvörðuninni síðar í dag, hefur hins vegar staðið fast á því að bankinn eigi fremur að nýta stjórntæki sitt til að halda verðbólgu niðri en að auka fjárflæði á fjármálamörkuðum. Bankinn hefur engu að síður gripið til aðgerða, svo sem með því að veita milljörðum evra inn í efnahagslífið. Reiknað er með að Trichet höggvi í sömu knérunn á fundi sínum í dag. Fjárfestar hafa tekið ákvörðun bæði Englandsbanka og evrópska seðlabankans afar illa. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur nú fallið um 2,4 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi um 2,7 prósent og hin franska CAC-40 um 2,3 prósent. Þá standa hlutabréfamarkaðir á Norðurlöndunum sömuleiðis á rauðu. Mesta lækkunin er í kauphöllum í Ósló í Noregi og í Helsinki í Finnlandi en báðir markaði hafa fallið um rúm þrjú prósent í dag. Til samanburðar hefur Úrvalsvísitalan lækkað um rúm 1,4 prósent það sem af er dags eftir fall í gær. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Þrýst hefur verið á bankann að hann fylgi fordæmi bandaríska og breska seðlabankans og færi vextina niður, svo sem til að lækka gengi evru gagnvart helstu gjaldmiðlum og blása þannig lífi í útflutning frá evrusvæðinu. Nokkrir markaðsaðilar hafa horft til þess að evrópski seðlabankinn myndi koma til móts við erfiðar markaðsaðstæður og lækka vextina. Íslenskir markaðsaðilar eru þar á meðal en hugsanlegt þykir að Seðlabanki Íslands horfi til aðgerða kollega síns á evrusvæðinu. Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri, sem flytur rökstuðning bankastjórnarinnar fyrir ákvörðuninni síðar í dag, hefur hins vegar staðið fast á því að bankinn eigi fremur að nýta stjórntæki sitt til að halda verðbólgu niðri en að auka fjárflæði á fjármálamörkuðum. Bankinn hefur engu að síður gripið til aðgerða, svo sem með því að veita milljörðum evra inn í efnahagslífið. Reiknað er með að Trichet höggvi í sömu knérunn á fundi sínum í dag. Fjárfestar hafa tekið ákvörðun bæði Englandsbanka og evrópska seðlabankans afar illa. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur nú fallið um 2,4 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi um 2,7 prósent og hin franska CAC-40 um 2,3 prósent. Þá standa hlutabréfamarkaðir á Norðurlöndunum sömuleiðis á rauðu. Mesta lækkunin er í kauphöllum í Ósló í Noregi og í Helsinki í Finnlandi en báðir markaði hafa fallið um rúm þrjú prósent í dag. Til samanburðar hefur Úrvalsvísitalan lækkað um rúm 1,4 prósent það sem af er dags eftir fall í gær.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira