Applerisinn féll á Wall Street 22. janúar 2008 23:09 Steve Jobs, forstjóri Apple, sem að margra mati er heilinn á bak við nokkrar af helstu tækninýjungum fyrirtækisins síðustu ár. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í bandaríska tölvuframleiðandanum Apple féll um fimmtán prósent eftir að fyrirtækið birti uppgjörstölur sínar fyrir síðasta ársfjórðung á bandarískum hlutabréfamarkaði í kvöld. Hagnaður Apple á fjórðungnum, sem er fyrsti fjórðungurinn í bókum fyrirtækisins, nam 1,58 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 104 milljarða íslenskra króna. Þetta er 580 milljónum dala meira en á sama tíma í fyrra og besta afkoman í sögu fyrirtækisins. Hagnaður á hlut jókst að sama skapi úr 1,14 dölum í 1,76 dali á hlut. Það er talsvert yfir væntingum markaðsaðila á Wall Street sem spáðu hagnaði upp á 1,61 dal á hlut. Þá námu tekjurnar 9,6 milljörðum dala sem er 35 prósenta aukning á milli ára. Spá tölvu- og tæknirisans fyrir yfirstandandi fjórðung er hins vegar öllu svartsýnni og hljóðar upp á 94 sent á hlut en það er í takt við spár manna um samdrátt í einkaneyslu, ekki síst í Bandaríkjunum. Markaðsaðilar reiknuðu hins vegar með 1,08 dölum og tekjum upp á 7,0 milljarða dala. Það er 200 hundruð milljónum dölum meira en fyrirtækið reiknar með. Þrátt fyrir auknar tekjur á tímabilinu seldi Apple 22,1 milljón iPod mynd- og tónlistarspilara sem er undir lægri mörkum markaðsaðila en 2,3 milljónir iPhone-margmiðlunarsíma. Við þetta féll gengi bréfa í Apple um 3,5 prósent og um heil 12 prósent í utanþingsviðskiptum eftir lokun fjármálamarkaða í Bandaríkjunum. Gengið hefur jafnað sig lítillega en stendur í rétt rúmum 139 dölum á hlut sem er svipað ról og það var á í september á síðasta ári. Til samanburðar skaust það upp yfir 200 dala markið í fyrsta sinn í sögunni rétt fyrir áramótin síðustu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi hlutabréfa í bandaríska tölvuframleiðandanum Apple féll um fimmtán prósent eftir að fyrirtækið birti uppgjörstölur sínar fyrir síðasta ársfjórðung á bandarískum hlutabréfamarkaði í kvöld. Hagnaður Apple á fjórðungnum, sem er fyrsti fjórðungurinn í bókum fyrirtækisins, nam 1,58 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 104 milljarða íslenskra króna. Þetta er 580 milljónum dala meira en á sama tíma í fyrra og besta afkoman í sögu fyrirtækisins. Hagnaður á hlut jókst að sama skapi úr 1,14 dölum í 1,76 dali á hlut. Það er talsvert yfir væntingum markaðsaðila á Wall Street sem spáðu hagnaði upp á 1,61 dal á hlut. Þá námu tekjurnar 9,6 milljörðum dala sem er 35 prósenta aukning á milli ára. Spá tölvu- og tæknirisans fyrir yfirstandandi fjórðung er hins vegar öllu svartsýnni og hljóðar upp á 94 sent á hlut en það er í takt við spár manna um samdrátt í einkaneyslu, ekki síst í Bandaríkjunum. Markaðsaðilar reiknuðu hins vegar með 1,08 dölum og tekjum upp á 7,0 milljarða dala. Það er 200 hundruð milljónum dölum meira en fyrirtækið reiknar með. Þrátt fyrir auknar tekjur á tímabilinu seldi Apple 22,1 milljón iPod mynd- og tónlistarspilara sem er undir lægri mörkum markaðsaðila en 2,3 milljónir iPhone-margmiðlunarsíma. Við þetta féll gengi bréfa í Apple um 3,5 prósent og um heil 12 prósent í utanþingsviðskiptum eftir lokun fjármálamarkaða í Bandaríkjunum. Gengið hefur jafnað sig lítillega en stendur í rétt rúmum 139 dölum á hlut sem er svipað ról og það var á í september á síðasta ári. Til samanburðar skaust það upp yfir 200 dala markið í fyrsta sinn í sögunni rétt fyrir áramótin síðustu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira