Viðskipti erlent

Toshiba gefst upp á HD DVD

Japanska tæknifyrirtækið Toshiba hyggst gefast upp á HD DVD háskerputækninni. Tilkynningar þess efnis er að vænta á næstu dögum, hefur fréttastofa Reuters eftir heimildarmanni innan fyrirtækisins.

Fyrirtækið hefur átt í harðri baráttu við Sony á mynddiskamarkaðnum undanfarin ár, en Sony stendur að baki Blu-Ray, helsta keppinaut HD DVD. Nú lítur út fyrir að stríðinu ljúki brátt með sigri Blu-Ray og Sony.

Stríðinu má líkja við það sem var háð milli myndbandsspólanna VHS og BetaMax á níunda áratugnum, nema að þá var Sony í tapliðinu.- sþs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×