Viðskipti erlent

Dapurt uppgjör hjá Stork

Frá aðalfundi Stork í mars. Félagið skilaði döpru uppgjöri fyrir afkomuna á þriðja ársfjórðungi.
Frá aðalfundi Stork í mars. Félagið skilaði döpru uppgjöri fyrir afkomuna á þriðja ársfjórðungi. Mynd/AFP

Hollenska iðnsamstæðan Stork NV skilaði heldur dræmara uppgjöri en reiknað var með fyrir afkomuna á þriðja ársfjórðungi. Rekstrarhagnaður nam 20 milljónum evra, jafnvirði rúmra 1,7 milljarða króna, á fjórðungnum, sem er talsvert undir væntingum markaðsaðila sem höfðu reikna með tíu milljónum evrum meira.

Þetta jafngildir því að hagnaður samstæðunnar hafi dregist saman um fjórðung frá sama tíma í fyrra, samkvæmt útreikningum fréttastofu Reuters.

Mesta tapið kom í bækur félagsins úr döpru uppgjöri flugrekstrarsviðs samstæðunnar, sem var langt undir væntingum.

Íslenska félagið LME, sem er í eigu Eyris Invest, Landsbankans og Marel, á rúman 43 prósenta hlut í Stork og er stærsti hluthafi þess. LME og Marel hafa hins vegar lengi falast eftir því að kaupa matvælavinnsluvélahluta samstæðunnar. Félagið á nú í viðræðum við breska fjárfestingafélagið Candover sem Reuters segir ýmist geta leitt til þess að félaginu verði skipt upp eða það selt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×