Viðskipti erlent

Tónlist í sólgleraugunum

Mp3 spilari er innbyggður í sólgleraugun.
Mp3 spilari er innbyggður í sólgleraugun.

Nú er aldeilis hægt að hlusta á tónlist í sólinni. Þar sem tölvur og tæknibúnaður verður sífellt fyrirferðarminni var aðeins tímaspursmál þangað til einhverjum dytti í hug að framleiða sólgleraugu með innbyggðum mp3-spilara. Fyrirtækið Oaklay hefur hafið framleiðslu á slíkum sólgleraugum en fyrirtækið sérhæfir sig í óvenjulegum gleraugum.

Gleraugun eru hugsuð sérstaklega fyrir snjóbrettafólk og fjallahjólagarpa en geta vel nýst fólki á sólríkum dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×