Viðskipti erlent

Salan batnar hjá Wal-Mart

Ein af verslunum Wal-Mart.
Ein af verslunum Wal-Mart. Mynd/AFP

Sala jókst umfram væntingar hjá bandarísku verslanakeðjunni Wal-Mart, einni stærstu stórmarkaðakeðju í heimi í mars. Innkaup á varningi tengdum páskunum eiga stóran hlut að máli. Stjórn verslanakeðjunnar segir hins vegar enn nokkuð í land að áætlanir fyrir yfirstandandi mánuð muni standast.

Sala á vörum hjá Wal-Mart jókst um fjögur prósent í síðasta mánuði sem er nokkuð yfir spám fyrirtækisins sem gerði ráð fyrir 1 til 2 prósenta aukningu.

Wal-Mart hefur átt við nokkurn samdrátt að stríða og hefur verið undir smásjá greinenda í Bandaríkjunum, sem hafa rýnt í afkomu verslanakeðjunnar vestanhafs, sér í lagi eftir að samdráttur varð á fasteignalánamarkaði vestra auk þess sem eldsneyti hefur hækkað á sama tíma. Ástæðan fyrir því er sú að helstu viðskiptavinir Wal-Mart eru í lægri tekjuflokkum og teljast margir hverjir til þeirra sem hafa slæmt lánshæfi. Vanskil á fasteignalánamarkaði í Bandaríkjunum jókst einmitt mest hjá þessum hópi fólks í síðasta mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×