Viðskipti erlent

Sjónvarpsstöðvar sameinast gegn YouTube

Bandarísku sjónvarpsstöðvarnar NBC Universal og Fox ætla að taka höndum saman og stofna netveitu sem miðlar efni þeirra. Netveitan er stofnuð til höfuðs öðrum netveitum sem miðla sjónvarpsefni, svo sem YouTube, sem er í eigu netleitarfyrirtækisins Google.

Á meðal efnisins sem sjónvarpsstöðvarnar ætla að gera netverjum kleift að sjá eru kvikmyndir sem fyrirtækin framleiða og spennuþættir á borð við 24, House og Heros, sem sýndir eru hér á landi.

Netveitan verður að einhverju leyti rekin með auglýsingatekjum, að sögn breska ríkisútvarpsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×