Viðskipti erlent

Minni hagnaður hjá FedEx

Bréf og bögglar frá FedEx.
Bréf og bögglar frá FedEx. Mynd/AFP

Bandaríski póstþjónusturisinn FedEx skilaði hagnaði upp á 420 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 28,2 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Þetta er átta milljónum dala, 536,6 milljónum krónum, minna en á sama tíma í fyrra. Afkoman er engu að síður yfir væntingum greinenda.

Þetta jafngildir því að hagnaður á hlut hafi numið 1,35 dölum á hlut sem er 2 sentum meira en greinendur höfðu reiknað með.

Fyrirtækið segir rekstrarumhverfið erfiðara í ljósi samdráttar í efnahagslífinu, hærri eldsneytiskostnaðar og slæms veðurfars í Bandaríkjunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×