Viðskipti erlent

Microsoft læra af Google

Það var velgengni Google sem opnaði augu Microsoft fyrir þeim gríðarlegu fjármunum sem eru í húfi þegar kemur að auglýsingum á internetinu. Þetta sagði einn helsti hugbúnaðarhönnuður Microsoft á ráðstefnu í dag. Microsoft ætlar sér stóraukna markaðshlutdeild á vefnum á næstu árum en hingað til hefur meginþorri tekna fyrirtækisins komið í gegnum sölu á Windows-stýrikerfinu og skrifstofuhugbúnaði á borð við Word og Ecxel. Google hagnaðist um rúma tíu milljarða bandaríkjadala með auglýsingasölu á netinu á síðasta ári á meðan heildartekjur vefhluta Microsoft voru 2,3 milljarðar sem þýðir taprekstur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×