Viðskipti erlent

Væntingarvísitala niður í Bretlandi

Væntingarvísitala í Bretlandi fór niður í febrúarmánuði þegar neytendur voru varkárari vegna efnahagsástandsins í landinu. Þrátt fyrir það virðast neytendur almennt vera jákvæðari gagnvart eigin fjármálum. Þetta kemur fram í mánaðarlegri könnun sem birt var í dag af fyrirtækinu GfK NOP.

Væntingarvísitalan féll í -8 í febrúar, en var -7 í janúar, en vísitalan hefur ekki verið lægri í Bretlandi frá því stríðið í Írak hófst árið 2003. Sérfræðingar Reuters fréttastofunnar höfðu gert ráð fyrir óbreyttri vísitölu í febrúar.

Ákvörðun breska seðlabankans um að hækka ekki vexti úr 5,25 prósent virðist hafa aukið jákvæðni neytenda í garð eigin fjármála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×