Viðskipti erlent

Hagnaður Wal-Mart upp eftir verðlækkanir

Viðskiptavinu Wal-Mart í North Fayette í Pennsylvaníu hleður vörum í bíl sinn.
Viðskiptavinu Wal-Mart í North Fayette í Pennsylvaníu hleður vörum í bíl sinn. MYND/AP
Hagnaður Wal-Mart verslunarkeðjunnar jókst um 9,8 prósent frá nóvember til loka janúar þegar fyrirtækið lækkaði vöruverð til að laða að viðskiptavini. Hækkun á fjórða ársfjórðungi síðasta árs er 340 milljónum bandaríkjadollara hærri en frá fyrra ári. Hagnaður á síðasta ársfjórðungi var 3,94 milljarðar dollara.

 

Dálítill mismunur var á sölutölum eftir að keðjan hætti með allar verslanir í Þýskalandi og eftir standsetningu verslana.

 

Sölutölur verslana sem hafa verið opnar meira en í ár hækkuðu einungis um 1,6 prósent á fjóða ársfjórðungi.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×