Bréf China Life hækkuðu um rúm 100 prósent 9. janúar 2007 09:46 Úr kauphöllinni í Sjanghæ. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í kínverska tryggingafélaginu China Life hækkaði um 106,25 prósent í kauphöllinni í Sjanghæ í dag. Þetta var fyrsti viðskiptadagurinn með bréf í félaginu í kauphöllinni sem við lokun markaða telst til annars stærsta tryggingafélags í heimi að markaðsvirði. Lokagengi bréfanna er langt yfir væntingum en greinendur bjuggust í besta falli við 60 prósenta hækkun á gengi bréfanna. China Life er stærsta tryggingfélag Kína og skráð bæði í kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum og í Hong Kong. Þegar almennt hlutafjárútboð var haldið í félaginu undir lok síðasta árs var 30-föld umframeftirspurn eftir bréfum í félaginu og söfnuðust 28,32 milljarðar júana eða 256 milljarðar íslenskrar króna. Útboðsgengi í China Life í kauphöllinni í Sjanghæ nam 18,88 júönum á hlut við opnun markaðarins. Gengið sveiflaðist nokkuð í viðskiptum dagsins áður en það lokaði í 38.94 júönum sem jafngildir 106,25 prósenta hækkun. Miðað við lokagengi dagsins er China Life orðið næststærsta tryggingafélag í heimi að markaðsvirði. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi hlutabréfa í kínverska tryggingafélaginu China Life hækkaði um 106,25 prósent í kauphöllinni í Sjanghæ í dag. Þetta var fyrsti viðskiptadagurinn með bréf í félaginu í kauphöllinni sem við lokun markaða telst til annars stærsta tryggingafélags í heimi að markaðsvirði. Lokagengi bréfanna er langt yfir væntingum en greinendur bjuggust í besta falli við 60 prósenta hækkun á gengi bréfanna. China Life er stærsta tryggingfélag Kína og skráð bæði í kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum og í Hong Kong. Þegar almennt hlutafjárútboð var haldið í félaginu undir lok síðasta árs var 30-föld umframeftirspurn eftir bréfum í félaginu og söfnuðust 28,32 milljarðar júana eða 256 milljarðar íslenskrar króna. Útboðsgengi í China Life í kauphöllinni í Sjanghæ nam 18,88 júönum á hlut við opnun markaðarins. Gengið sveiflaðist nokkuð í viðskiptum dagsins áður en það lokaði í 38.94 júönum sem jafngildir 106,25 prósenta hækkun. Miðað við lokagengi dagsins er China Life orðið næststærsta tryggingafélag í heimi að markaðsvirði.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira