Viðskipti erlent

Þriðja kynslóðin komin í gagnið

Meðal annars verður hægt að horfa á sjónvarpsútsendingar í símunum.
Meðal annars verður hægt að horfa á sjónvarpsútsendingar í símunum. MYND/valli

Þriðju kynslóðar farsímakerfi Símans verður tekið í notkun í næstu viku. Þetta kemur fram á bloggsíðu Símans en Linda Waage upplýsingafulltrúi vildi ekki staðfesta hvenær kerfið yrði opnað fyrir viðskiptavini fyrirtækisins.

Starfsfólk Símans fékk forskot á sæluna og bauðst í vikunni aðgangur að kerfinu til reynslu.

Fyrirtækið hefur í sumar sett upp um hundrað senda á höfuðborgarsvæðinu og allt til Keflavíkur.

Þriðju kynslóðar farsímakerfið býður upp á margfalt meiri gagnaflutning en býðst í venjulegu farsímakerfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×