Tónlist

Endurútgáfa frá Ego

Bubbi Morthens og félagar í Ego gáfu út plötuna Breyttir tímar fyrir 25 árum.
Bubbi Morthens og félagar í Ego gáfu út plötuna Breyttir tímar fyrir 25 árum.

Tvær fyrstu plötur Ego, Breyttir tímar og Í mynd, hafa verið endurútgefnar í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá útgáfu þeirra. Ego var stofnuð haustið 1981 og gaf út sína fyrstu plötu, Breyttir tímar, 1. apríl 1982. Seldist platan í metupplagi en hún hafði meðal annars að geyma lögin Stórir strákar fá raflost og Móðir, sem lifa góðu lífi enn þann dag í dag.

Platan Í mynd kom út seinna á árinu, eða 17. nóvember, og seldist einnig mjög vel. Á henni er að finna lögin vinsælu Fjöllin hafa vakað og Mescalin. Með endurútgáfunum fylgir veglegur bæklingur um sögu hverrar plötu ásamt aukalögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×