Viðskipti erlent

Hlutabréf lækka í Kína

Gengi hlutabréfa hefur lækkað nokkuð í Kína upp á síðkastið vegna aðgerða stjórnvalda til að draga úr spennu á hlutabréfamarkaði.
Gengi hlutabréfa hefur lækkað nokkuð í Kína upp á síðkastið vegna aðgerða stjórnvalda til að draga úr spennu á hlutabréfamarkaði. Fréttablaðið/AP

Gengi CSI-vísitölunnar lækkaði um þrjú prósent í kauphöllinni í Sjanghæ í Kína í fyrradag eftir að kínverski seðlabanki landsins sagði nauðsynlegt að hækka stýrivexti til að draga úr verðbólgu og spennu í hagkerfinu.



Gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir hlutabréfum í Kína og hefur það keyrt upp gengi hlutabréfa þar í landi. Kínversk stjórnvöld hafa af þessum sökum gripið til ýmissa ráða til að draga úr eftirspurn á hlutabréfamarkaði til að koma í veg fyrir harkalega niðursveiflu.



Vísitalan stóð á mánudag í 3.929 stigum en hún hefur setið í rúmum 4.000 stigum um nokkurt skeið.-






Fleiri fréttir

Sjá meira


×