Viðskipti erlent

Norsk Hydro og Statoil sameinuð

Merki Statoil og Norsk Hydro.
Merki Statoil og Norsk Hydro. Mynd/AFP

Norsku ríkisfyrirtækin Norsk Hydro og olíufyrirtækið Statoil hafa samþykkt að ganga í eina sæng með það fyrir augum að stofna nýjan olíurisa, sem verður einn sá stærsti sinnar tegundar í heiminum sem sinnir olíuframleiðslu á hafi úti. Gengi hlutabréfa í Norsk Hydro hefur hækkað um 24 prósent í kauphöllinni í Olsó í Noregi í dag vegna fréttanna.

Stefnt er að því að framleiðslugeta fyrirtækjanna verði 1,9 milljónir olíutunna á dag á næsta ári en í sameiginlegri tilkynningu fyrirtækjanna segir, að með sameiningunni sé horft til þess að fyrirtækin vaxi á alþjóðlega vísu.

Hluthafar fyrirtækjanna eiga eftir að samþykkja samrunann.

Samkomulagið kveður á um hluthafar í Norsk Hydro eignist 32,7 prósenta hlut í sameinuðu félagið en hluthafar Statoil 67,3 prósent. Þá mun norska ríkið eiga 62,5 prósenta hlut.

Gengi hlutabréfa í Norsk Hydro hefur hækkað um 24 prósent í kauphöllinni í Olsó í Noregi í dag vegna fréttanna en gengi Statoil um 4 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×