Viðskipti erlent

Samkeppnishæfasta hagkerfið í Danmörku

Þinghúsið í Kaupmannahöfn.
Þinghúsið í Kaupmannahöfn. Mynd/Pjetur

Samkeppnishæfasta og kraftmesta hagkerfi innan Evrópusambandsins er í Danmörku, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Alþjóðlegu efnahagsstofnunarinnar (WEF). Í fimmta sæti á lista WEF er Þýskaland, en Bretland og Frakkland skipa sjötta og níunda sæti.

Breska ríkisútvarpið hefur eftir skýrslunni að Danir hafi mætt flestum skilyrðum Evrópusambandsins og hafi gert mikið til að efla samkeppnishæfni landsins.

WEF segir, að aðildarríki Evrópusambandsins verði að efla frumkvöðlastarfsemi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×