Viðskipti erlent

Airbus fær leyfi fyrir risaþotuna

Frá æfingaflugi á A380 risaþotum í lok ágúst.
Frá æfingaflugi á A380 risaþotum í lok ágúst. Mynd/AFP

Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum og í Evrópu hafa veitt evrópsku flugvélaverksmiðjum Airbus leyfi til að flytja farþega í A380 risaþotunni, sem kemur á markað næsta haust. Leyfið var veitt eftir 2.600 klukkustunda æfingaflug en meðal annars var flogið hingað til lands og lent á Keflavíkurflugvelli í byrjun síðasta mánaðar.

Breska ríkisútvarpið segir þetta eitt af stærri skrefunum sem stigið hafi verið í þróun risaþotunnar, sem verður ein stærsta farþegaflugvél í heimi.

Mikil vandræði hafa verið í kringum framleiðslu á risaþotunni en afhending hennar hefur dregist um tvö ár og fær Singapore Airlines, fyrst flugfélaga, fyrstu vélina afhenta í október á næsta ári. Fyrst stóð til að afhenda hana í desember á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×