Viðskipti erlent

Búist við óbreyttum vöxtum í Bandaríkjunum

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Mynd/AFP

Vaxtaákvörðunarnefnd Seðlabanka Bandaríkjanna kemur saman í dag og tekur ákvörðun um hvort breytinga sé þörf á stýrivaxtastigi í landinu. Greiningardeild Glitnis segir flesta benda til að nefndin ákveði að halda vöxtum óbreyttum.

Stýrivextir í Bandaríkjunum hafa verið óbreyttir síðar í júní en þá lauk tveggja ára vaxtahækkunarferli bankans. Verðbólgan vestanhafs er nú 1,3% og því lág. Þrátt fyrir að ýmsar hagtölur bendi til að hægi á hagkerfinu veldur þensla á vinnumarkaðnum og hröð hækkun launakostnaðar því að Bernanke seðlabankastjóri og hans fólk er á varðbergi gagnvart aukinni verðbólgu, að því er greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í dag.

Þá bendir deildin á að búist sé við því að seðlabankinn lækki stýrivextina fljótlega á næsta ári, m.a. vegna hægingar á hagvexti sem mældist 2,2% á þriðja ársfjórðungi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×