Viðskipti erlent

Gengi Pfizer féll

Við höfuðstöðvar Pfizer.
Við höfuðstöðvar Pfizer. Mynd/AFP
Gengi hlutabréfa í bandaríska lyfjaframleiðandanum Pfizer féllu á mörkuðum í dag, ekki síst í þýsku kauphöllinni í Franfurt, í kjölfar fregna þess efnis að fyrirtækið hefði hætt þróun á hjarta og kólesteróllyfinu torcetrapib. Andlát og sjúkdómar manna sem tóku lyfið í tilraunaskyni eru sögð tengjast lyfinu.

Gengi bréfa í fyrirtækinu féllu um rúm 10 prósent í Franfurt.

Þetta er ekki til að bæta gengi Pfizer sem ákvað í síðasta mánuði ákvað að segja upp um 2.200 mann í Bandaríkjunum en það jafngildir um 20 prósent starfsmanna fyrirtækisins þar í landi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×